Skattahækkanir ríkisstjórnarinnar eru hóflegar og sanngjarnar. Beztur er 15% fjármagnstekjuskatturinn, sem var alltof lágur, 10%, lægri en annars staðar. Raunar hefði mátt hækka hann enn frekar. Næstbezt er tryggingagjaldið, því að það fer í atvinnuleysisbætur og vangreiðslur launa. Hálaunaskatturinn er fyrst og fremst táknrænn, réttmætur sem slíkur, en gefur lítið af sér. Hann miðast við 700.000 krónur, sem er skynsamari viðmiðum en lægri tölur, er áður voru nefndar. Ástandið í samfélaginu krefst skattahækkana. Þær ná þó tæpast því marki að vernda beinagrindina af velferðarkerfinu. Eru of litlar.