Hóflegar væntingar

Punktar

Fari kosningar eftir síðustu skoðanakönnun má telja víst, að Vinstri græn verði kjölfestuflokkur þjóðarinnar. Eina mikilvæga andstaðan við bófaflokkinn. Litlu flokkarnir kringum tíu prósentin gera bezt í að biðja Vinstri græn um að taka sig í ríkisstjórnina. Vald þeirra verður væntanlega mun minna en Vinstri grænna. Þeir gætu þó komið einu eða tveimur málum fram, sem er betra en ekki neitt. En ólíklegt er, að neinn kraftur verði settur í stjórnarskrána eða að uppboð á leigukvóta verði tekin upp. Íhaldið í Vinstri grænum mun setja því stólinn fyrir dyrnar. Fólk verður bara að sætta sig við árangurinn af fyrsta skrefinu, rothöggi á bófaflokkinn.