Höfundar á bannlista

Punktar

Bækur Isabel Allende eru bannaðar í skólum Arizona samkvæmt lögum um bann við byltingaráróðri. Rit fleiri höfunda eru í banni, þar á meðal Fárviðrið eftir Shakespeare og Borgaraleg óhlýðni eftir Thoreau. Yfirvöldin taka enga sénsa á, að lýðurinn rísi upp í krafti orðsins. Víðar eru fornaldarófreskjur vestra, í Michigan var menntaskólakennari rekinn fyrir að sýna nemendum bók með Rómeó og Júlíu eftir Shakespeare. Ófreskjur valdsins hafa fyrir að finna, hvar hættur steðja að auðræðinu. Þróunarvísindi sæta vaxandi andstöðu og ófreskjurnar vilja setja sköpunartrú á stall í staðinn. En hér höfum við bara bæjarstjórann í Eyjum.