Höfundaréttur á múmíum

Punktar

Egyptaland er að stofna til höfundaréttar fornminja. Þar á meðal á myndum af minjum á borð við píramídana og svingsinn, múmíurnar og Tútank-amon. Þingið mun senn staðfesta lög um þetta. Að hætti Stefs mun Egyptaland framvegis rukka kvikmyndir, sem sýna egypzkar fornleifar. Og væntanlega senda Discovery Civilization feita rukkun fyrir endalausa sjónvarpsþætti um múmíur og píramída. Kannski sendir það líka rukkun fyrir Luxor-hótelið í Las Vegas, sem lítur út eins og píramídi. Ekki vitlausara en hvað annað, sem gert er í nafni höfundaréttar. Tekjurnar eiga að fara í fornminjagröft.