Minningargreinar eru á Íslandi lykill almennings að pappír og prentsvertu. Slíkt lýðræði ríkir ekki erlendis, þar sem atvinnumenn í blaðamennsku semja flestar minningagreinar. Þær eru meira að segja skrifaðar fyrirfram og bíða í skjalaskápum eins og örlaganornir. Starfsgreinin er svo umfangsmikil, að til eru tvö félög höfunda minningagreina. Annað félagið, IAO, heldur glæsta ársfundi víða um heim, í Bath í Englandi og Las Vegas í Bandaríkjunum. Hitt félagið, SPOW, er þyngra á bárunni, heldur ársfundi á leiðindastöðum á borð við Toronto í Kanada. Skemmtilega Las Vegas þingið verður í næstu viku.