Vandræði ríkisstjórnarinnar vegna hæstaréttardóma felast í, að hún túlkaði fyrri dóma bönkunum í hag. Mest var það að frumkvæði bankavinarins Árna Páls Árnasonar. Nú hefur hann verið rekinn úr ríkisstjórninni, svo að unnt á að vera að hleypa að heilbrigðri skynsemi. Ríkisstjórnin verður að hafa forustu um að lina óhóflegt verðbólguálag á skuldum heimilanna. Tími er kominn til að reikna verðbólgu hrunsins upp á nýtt og taka út fyrir sviga þá liði, sem koma íbúðalánum ekkert við. Því verðbólguskoti má svo splitta í tvennt milli lánveitenda og lánþega. Ríkisstjórnin þarf nú að höggva á hnútinn hans Árna.