Ef frá eru taldir nokkrir sjálfstæðir bloggarar, eru vefir Pírata eina lífsmark stjórnmálanna. Þar sést löng röð hugmynda og deilt er um hugmyndir. Ítrekaðar sigurtölur í könnunum pumpa ótrúlega litlu lofti í Pírata. Þeir hafa varðveitt hógværðina. Þar efast menn enn og efast. Þar er deigla, ekki fullmótað afl. Að vísu hafa Píratar þegar ákveðið að styðja stjórnarskrá fólksins og þjóðareign auðlinda. Vilja drífa í málunum, sem þingræðinu tókst ekki að leysa í 70 ár. Lifandi pólitíkusar annarra flokka taka þátt í umræðu pírata. Ég sé enn ekki nein merki þess, að Píratar muni bregðast væntingum þriðjungs allra kjósenda.