Helgi Hafsteinn Helgason skrifar mér frá Amsterdam: “Þá er hollenska stjórnin fallin. Eftir vandræðin með Ayaan Hirsi Ali, var málið rannsakað. Í gær kom Verdonk ráðherra með lausn málsins, Ayaan fékk vegabréfið aftur, en það var ljóst, að um hafði verið samið (henni verið mútað), þ.e.a.s. hún gat ekki tjáð sig um málið. Í framhaldi urðu þingumræður í alla nótt, sem enduðu með því að D66 lýsti yfir vantrausti á Verdonk og síðar í dag á ríkistjórnina. Gátu ekki stutt verknað VVD (Verdonk). Þannig féll meirihlutinn og gekk Balkenende í kvöld á fund drottningar og sagði af sér. Líklega verður kosningum flýtt, þótt ekki sé útilokað að stjórnin sitji í minnihluta eitthvað lengur.”