Hólmatungur

Frá Svínadal í Hólmatungum að vegi 862 á Dettifossleið.

Þetta er aðeins gönguleið. Fylgið merkingum þjóðgarðsins.

Um Hólmatungur segir svo á Norðurlandsvefnum: “Hólmatungur er mjög gróskumikið svæði í Jökulsárgljúfrum og eru þar margar fagrar stuðlabergsmyndanir. Göngusvæðið á milli Hljóðakletta og Hólmatungna meðfram Jökulsá á Fjöllum er með því allra fegursta á landinu. Óteljandi lindir spretta upp í Hólmatungum og vatnið fellur af stalli niður í Jöklu. Þar er einnig að finna Gloppuhelli í Gloppu, sem er sérstök náttúrusmíð.”

Förum frá Svínadal suðaustur yfir Myllulæk, norður og austur fyrir Þúfubjarg. Síðan yfir Brandslæk og suður á Hnausa vestan Fossgils, og uppi á veg 862 á Dettifossleið.

5,5 km
Þingeyjarsýslur

Ekki fyrir hesta

Skálar:
Svínadalur: N65 55.000 W16 32.000. Aðeins næturhólf

Nálægir ferlar: Klappir, Þeistareykjabunga.
Nálægar leiðir: Jörundur & Eilífur, Dettifoss, Dettifossvegur, Hljóðaklettar.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort