Þegar ég hjóla á morgnana, fæ ég stundum tækifæri til að dást að þeim hluta mannvirkja holræsakerfis Ingibjargar Sólrúnar, sem sjást á yfirborði jarðar. Það minnir mig á, að lélegir borgarstjórar byggja ráðhús og Perlur, en góðir borgarstjórar leggja vönduð holræsi. Rómarveldi var byggt á holræsakerfi, sem var undirstaða góðs heilsufars í þéttbýli. Hallir rómverskra montkeisara eru horfnar, en Cloaca Maxima stendur og þjónar Rómverjum enn þann dag í dag.