Við höfum heyrt um holskeflu afreksverka. Oddvitar ríkisstjórnarinnar héldu tímamótafundi. Þar boðuðu þeir ýmist heimsmet eða þáttaskil. Við höfum þó minna frétt af athöfnum. Gerbreytt vígstaða er hátt prísuð í fjölmiðlum, einkum á Pressunni. Hún dásamaði 2,8% afrek Gylfa Arnbjörnssonar og félaga hans í hópi verkalýðsrekenda. Upprisa millistéttar er yfirlýstur veruleiki, sem enginn sér. Tímamótafjárlög felast í samdrætti velferðar og fríðindum yfirstéttar. Slagorðin eru: Holskefla, afrek, tímamót, heimsmet, þáttaskil, góð vígstaða, jafnvel upprisa. Fjallið skalf, en fæddi ekki einu sinni mús.