Holur heimsviðburður

Fjölmiðlun

DV talar eins og pólitíkus, þegar bent er á, að atburður í Washington sé engin “óskarsverðlaunahátið meistarakokka”. Blaðið biðst ekki afsökunar á fáránlegri fullyrðingu, heldur þeytir smjörklípum. Rammy’s er enginn heimsviðburður, ekki einu sinni í Washington. Bæjarblaðið Washington Post hefur ekki getið hans. Sömu styrktaraðilar reka Food & Fun í Reykjavík, sem einu sinni var sögð vera heimsviðburður, en var það ekki. Hér og þar fara spunakarlar offari. Siggi Hall og Baldvin Jónsson gera ekki Food & Fun í Washington að heimsviðburði. Þótt DV leggi sitt litla lóð á vogarskálina.