Hönnuð atburðarás

Punktar

Að gömlum hætti Finns Ingólfssonar ætluðu þeir Halldór Ásgrímsson að hanna atburðarás um, að Halldór arfleiddi Finn að embættum flokksformanns og forsætisráðherra. Fórna átti Guðna Ágústssyni varaformanni í leiðinni. Hönnunin gekk ekki upp og varð Finnur frá að hverfa. Í sjónvarpinu í gær sást vel, að Guðni er frambærilegastur flokksmanna um þessar mundir, mun yfirvegaðri en til dæmis Valgerður Sverrisdóttir, sem gaggaði eins og reið hæna. Guðni kann að minnsta kosti mannasiði, sem er eftirsóttur eiginleiki í pólitík hvar sem er í heiminum.