Honum er aldrei ofgert

Hestar

Ferðahestar verða til með þjálfun. Þeir hlaupa 30-60 kílómetra á dag, þar af að minnsta kosti 10 kílómetra undir manni. Oft á erfiðum gangi, tölti, sem þeim er ekki eiginlegt. Ferðahestur vill samt alltaf meira. Hann er hress að kvöldi sem morgni. Það stafar af, að honum hefur aldrei verið ofgert. Hægt er að taka fjögurra vetra hest og byrja að láta hann taka þátt í ferðum. Ef áreynslan er hverju sinni í hófi, þroskast hesturinn á nokkrum sumrum að þoli og þreki. Hestur, sem þannig er þjálfaður, finnur, að hann ræður við öll verkefni. Verður glaður og frískur. Ókvíðinn hestur er ferðagæðingur.