Ríkisstjórnin leitar aðstoðar sálfræðings. Forsætis telur nauðsynlegt, að ráðherrar stundi hópefli, stilli saman strengi, læri að vinna saman. “Ein Volk, ein Reich, ein Führer”. Til þess er fenginn Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur. Jafnframt segir okkur almannatengillinn Björn Ingi Hauksson, að Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson séu einhuga um að ganga í takt. Sigmundur Davíð ætlar sko ekki að reyna að smala köttum eins og Jóhanna. Bráðum fara baráttusöngvar hópeflisins að hljóma út um glugga fundarsala ráðherranna. Klykkt verður út með: “Fram unga fólk undir Framsóknar merki”.