Hoppaði á ströndinni

Punktar

Enginn Þjóðverji var í Agadir árið 1911, svo að sóttur var einn til Mogador. Hann var settur á ströndina, þar sem hann hoppaði, en innrásarlið Þjóðverja hélt, að hann væri æstur teppasali. Þannig lýsir H.D.S. Greenway, dálkahöfundur Boston Globe, hvernig átti að útskýra innrás í Marokko á þeirri forsendu, að lífi Þjóðverja þar væri ógnað. Greenway minnist dæma um framleiðslu á forsendum fyrir stríði hjá Þjóðverjum, Japönum og Ísraelsmönnum. En nýjasta dæmi hans er lygi Breta og Bandaríkjamanna um, að Saddam Hussein hafi stjórnað hryðjuverkamönnum og gereyðingarvopnum í Írak.