Horfið land tækifæranna

Punktar

Ekki er dæmigert fyrir Bandaríkin, að stúlka úr suðurhverfum Chicago verði varaforseti. Né að sonur einstæðrar móður frá Hawaii verði forseti. Tölur sýna, að synir og dætur klifra ekki lengur þjóðfélagsstigann. Hreyfing milli stétta er miklu minni í Bandaríkjunum en hún er í Kanada, Þýzkalandi og á Norðurlöndunum. Land tækifæranna er horfið í Bandaríkjunum. Ríkið er svo afvegaleitt til hægri, að auðræði hefur tekið við af lýðræði. Auðurinn býður fram og kostar öll forsetaefni, ekki sízt Barack Obama. Nánast allir bandarískir þingmenn eru á mála auðmanna, er vilja, að sín börn erfi ríkið.