Samkvæmt gögnum bandaríska hersins virðist Wikileaks hafa vitað af símtölum á vegum Alþingis í árslok 2009 og fyrstu mánuði ársins 2010. Þetta kom fram í Guardian í dag. Í tölvuskilaboðum milli Julian Assange og Chelsea Manning 10. marz 1010, skrifar Assange: „we now have the last 4 months of audio from telephones at the .is parliament“. Dularfull tölva fannst í húsnæði Alþingis þá um vorið. Tilvist hennar hefur enn ekki verið skýrð. Í nóvember 2010 boðar Assange birtingu tugþúsunda fjármálagagna snemma árs 2011. Þessi gögn voru samt ekki birt, komu aldrei fram. Engin skýring hefur fengizt á því.