Hörmulegar ríkisábyrgðir

Punktar

Hörmulegt er, að bónbjargamaður gerist ábyrgðarmaður bankabófa. Ríkið hefur ekki efni á að ábyrgjast þá. Ríkið hefur meira en nóg með ábyrgðir af gömlu bankabófunum. Ábyrgðir á nýju bankabófunum æsa þá bara til ábyrgðarleysis í skjóli bankaleyndar. Á sama tíma standa þeir í vegi fyrir afgreiðslu á ýmsum skuldamálum heimila. Í sumum nágrannalöndum okkar hafa ríkisstjórnir leiðst út í að halda bankabófum á floti. Með afleiðingum, sem geta á endanum orðið hrikalegri en við þekkjum hér. Ríkisvald má aldrei ábyrgjast viðskiptabanka. Það má aldrei aftur leyfa sér að veðsetja skattgreiðendur framtíðarinnar.