Horn skella á nösum

Punktar

Nýjasta skoðanakönnunin sýnir nokkurn veginn tvær fylkingar. Annars vegar undir forustu Vinstri grænna og stuðningi Pírata og Samfylkingarinnar, 46,7%. Hins vegar örlítið smærri hóp undir forustu Sjálfstæðisflokksins og stuðningi Simma, Framsóknar og Flokks fólksins, 45,1%. Ég efast þó um, að Simmi og Framsókn fari saman í stjórn. En þetta eru kostirnir, annað hvort þrír flokkar til vinstri eða fjórir flokkar til hægri og í lýðskrumi. Síðari útgáfan er nánast óframkvæmanleg og yrði aldrei nein kjölfesta. Hugsið ykkur Sigmund, Bjarna og Ingu á sama tíma í kasti. „Horn skella á nösum og hnútur fljúga um borð“, eins og á Glæsivöllum. Niðurstaðan verður svo VG+D.