Hornsteinn strútanna er sandur

Fjölmiðlun

Útlendingar frömdu 17% afbrota á höfuðborgarsvæðinu árið 2007, þótt þeir séu aðeins 4% af íbúum svæðisins. Þetta kom í ljós í rannsókn Rannveigar Þórisdóttir félagsfræðings. Þeir fremja fjórum sinnum fleiri afbrot á mann en innfæddir gera. Þetta er þveröfugt við það, sem fjölmenningarstefnan fullyrðir. Aðstandendur hennar hafa ranglega sakað fjölmiðla um að segja meira frá afbrotum útlendinga en innfæddra. Það hefur líka verið afsannað með rannsókn Magnúsar Heimissonar fjölmiðlagreinis. Hornsteinar félagslegs rétttrúnaður hafa reynzt vera sandur einn. Sem menn hafa stungið höfðinu í.