Höskuldur Jónsson hefur reynzt farsæll ríkisforstjóri áfengis. Að sænskri fyrirmynd hefur hann beitt ríkiseinokun til að flytja til landsins góðar tegundir af léttu víni, en hafnað miklu af ruslinu, sem tröllríður Danmörku, þar sem meira frelsi ríkir. Öll einokun er að vísu vond og einokun ríkisins verst allra. En innan ramma hennar hefur Höskuldi stýrt sjoppunni þannig, að ekki hefur náð að skjóta rótum nein skipulögð andstaða gegn ríkisforsjá á þessu sviði. Nú er Höskuldur að hætta fyrir aldurs sakir eftir vel heppnað starf í tvo áratugi, fyrirmynd annarra embættismanna.