Allar ríkisstjórnir taka sparifjáreigendur fram yfir annað fólk. Til dæmis fram yfir skuldara og lífeyrisþega. Þessa dagana tekur ríkissjóður yfir hvern sparisjóðinn á fætur öðrum og ábyrgist innistæður. Í þetta fóru í vikunni 1,7 milljarðar króna. Þess vegna er 1,7 milljörðum króna minna til ráðstöfunar í félagslega velferð eða skattalækkanir. Hins vegar vísar hún skuldurum á bankana og segir lífeyrisþegum að éta það, sem úti frýs. Þetta er sama stefna ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og var hjá ríkisstjórn Geirs H. Haarde. Vinstri eða hægri, sparifjáreigendur eru í mestum metum.