Hef á tilfinningunni, að landsfundarlið Sjálfstæðisflokksins telji flokkinn munu í kosningunum fá umboð til nýrrar hamfarastefnu. Ályktanir landsfundar eru að vísu marklausar að venju, en þar má finna stríðari tón en venjulega. Til dæmis samþykktu svefngenglarnir, að ekki megi setja viðræður við Evrópu á ís, heldur verði að slíta þeim formlega. Sennilega er yfirvaldið hrætt við evrópsk afskipti af fyrirhuguðu fjárhagsofbeldi Flokksins gegn venjulegu fólki. Flokkurinn er sannfærðari en áður um forgang og fríðindi auðsins og hótar lækkun hátekjuskatts. Ekki var minnst einu orði á “svokallað hrun”.