Alla þá áratugi, sem ég var ritstjóri DV og forvera þess, var blaðinu aldrei hótað, svo að ég muni. Enda man ég ekki til, að efni hafi verið látið óbirt vegna slíks. Eina dæmið um siðlausan þrýsting var, þegar Björgólfs-feðgar reyndu að kaupa blaðið. Þeir höfðu ekki erindi sem erfiði. Nokkuð var um, að Ásgeir Friðgeirsson umboðsmaður gætti hagsmuna þeirra. Ég man ekki eftir neinum hótunum í því samhengi. Enda hefði slíku ekki verið vel tekið. Hins vegar lét Björgólfur Guðmundsson taka efni úr bókum hjá forlaginu Eddu. Hann er eini greifinn, sem ég veit til, að hafi reynt að ritskoða prentað mál.