Fyrir hálfri öld var Tyrkland vestrænt. Kratar og Íhald kepptu um völd og hafði ýmsum betur. Þá voru þekkt nöfn forsætisráðherra á borð við İnönü og Menderes, síðar Demirel og Ecevit. Tyrkland er í Nató, sótti um aðild að Evrópusambandi. Fólkið á götum Istanbul var vestrænt í klæðaburði og lint í trú eins og aðrir Evrópumenn. Núna hefur íslamismi náð undirtökunum og stefnir hratt í einræði Erdoğan. Hann er geðbilaður og rekur yfir 2000 dómsmál gegn þeim, er hann telur hafa móðgað sig. Brjálast, þegar erlend ríki viðurkenna sagnfræði þjóðarmorðs Tyrkja á Armenum. Vildi blóðrannsókn á þýzkum þingmönnum af ætttum Tyrkja, sem höfðu samþykkt yfirlýsinguna. Þeim hafa borizt líflátshótanir. Erdoğan hótar mönnum út og suður. Konur bera aftur slæður í Istanbul og Tyrkland siglir aftur til miðalda.