Hótelsalir á undanhaldi

Veitingar

Við höfum þrjá lúxusmatstaði með alþjóðlegu hótelsniði, Grillið, Holt og Vox á Hilton. Löngum hafa þeir verið í fremstu röð matargerðarlistar á Íslandi, Grillið og Holt áratugum saman. Árin tvö eftir hrunið hafa þeir þó fallið í skuggann. Samkeppni er hörð af hálfu flottra matstaða utan hótela, sem höfða betur til markaðarins. Sérstaklega hafa góðir fiskistaðir dafnað, Humarhúsið og Sjávarkjallarinn, Fiskmarkaðurinn og Fiskfélagið. Venjulegt ferðafólk sækir ekki lúxussali hótela. Fremur setnir af útlendingum í erindrekstri á risnu. Venjulegum kúnnum fækkar, þegar aðalréttir eru komnir í 5000 krónur.