Þegar Steingrímur Sigurgeirsson rýnir í veitingastaði, gerir hann boð á undan sér, lætur gefa sér frítt að éta og fær meðferð, sem er allt önnur en þú færð. Þetta eru ágætar greinar, en þú græðir ekkert á þeim. Ég held, að meira sé að marka Hjört Howser, sem kemur öllum að óvörum eins og ég geri, borgar fyrir sig og leyfir sér að lýsa göllum, stundum hressilega. Það líkar mér. Veitingarýni hér er venjulega rugl af ætt almannatengsla, það er að segja af lygi eins og vínkynningar. Erlend veitingarýni af því tagi, sem mark er tekið á, gerir ekki boð á undan sér og borgar sjálf.