Hraðahindranir á göngustígum

Punktar

Hópar yfirgangsamra reiðhjólakappa eru lífshættulegir á göngustígum. Áður ríkti þar þögn og íhugun. Nú má á hverri stundu búast við köppum á 40 km hraða. Meiri  hraða en leyfður er á bílabrautinni við hliðina. Verstir eru þeir sérútbúnu til klæða og hjóla, svokallaðir spandex-kappar. Telja sig ofar lögum og rétti. Eins og raunar í umferðinni, þegar þeir skipta á nokkurra sekúndna fresti milli gangstétta, gangbrauta og bílagatna. Ástandið skánar, þegar settar verða upp hraðahindranir á göngubrautum. Nægilega öflugar til að knýja reiðhjólakappa niður í tiltölulega þægilegan hraða, 10 km á klukkustund, tvöfaldan gönguhraða.