Fráleitt er, að landsfrægir fjárglæframenn eignist tryggingafélag og kannski líka rafmagnskapalinn til útlanda. Enn síður er ástæða til, að Sjóvá fari í hendur gjaldmiðilsbraskara. Tryggingafélög eiga yfirleitt ekki að vera í höndum braskara. Þegar landið er í sárum eftir hrunið, drífa að hræfuglar og vilja gæða sér á leifunum. Því miður hugsa bankabófar í sömu glæpafrösum og hræfuglarnir. Nota orðið skortstöðu yfir árás á gjaldmiðli. Segja það vera á svig við sannleika eða lög, sem við hin köllum lygi og lögbrot. Eftir árið 2008 á ekki að vera neitt pláss fyrir slíka. Burt með braskara og bankabófa.