Hræfuglar og bankabófar

Punktar

Tvö teymi hræfugla berjast um líkið af Heklu. Arion-banki stígur til skiptis í fæturna og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Felur sig bakvið Volkswagen, segir fyrirtækið heimta þessa eða hina eigendur. Það er vani bankabófa að fela sig bakvið vilja erlendra framleiðenda. Allt ferlið á sölu Heklu er hulið á sama hátt og annað söluferli á brunarústum í eigu bankans. Þannig tókst bófunum, sem settu Íslenzka aðalverktaka á hausinn, að klófesta líkið aftur eftir milljarða afskriftir Arions. Það stafar auðvitað af heimsku bankabófanna í Arion. Við eigum eftir að sjá meira rugl í samskiptum bankans við hræfugla.