Hræfuglarnir eru farnir að hnita hringi. Það táknar, að stjórnarsamstarf Samfylkingar og Vinstri grænna er orðið þreytt, hangir á bláþræði. Jaðrar við uppreisn í þingflokki Vinstri grænna út af IceSave-samningnum. Þekktir samfylkingarmenn blogga um nýja stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Um hvað veit ég ekki. Þekktir sjálfstæðismenn blogga um stjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gegn IceSave og Evrópusambandinu. Af þessu tvennu er það síðara líklegra. Stjórnarflokkarnir eru orðnir þreyttir, enda ástandið erfitt. Er ekki bara bezt að setja IceSave á ís á Alþingi?