Klappstýran á Bessastöðum velti sér auðvitað upp úr biðröðum. Einkennistákn Fjölskylduhjálparinnar segir samt ekki neitt um matarskort fólks. Ríkið og aðrar hjálparstofnanir vilja losna við einkennistáknið. Með því fá samstarf málsaðila um að gefa út matarkort eða greiðslukort. Útrýma þannig biðröðum, sem eru þess eðlis, að helmingur biðraðafólks þarf enga mataraðstoð. Hins vegar vill Fjölskylduhjálpin hafa þetta svona til að kynna starfsemi sína í fjölmiðlum. Það er henni auðvitað heimilt. En hliðarverkun aðferðarinnar er, að siðlausir hræsnarar og tækifærissinnar geta velt sér upp úr meintri neyð.