Hræsni leiðarans

Fjölmiðlun

Hræsni er algeng í skoðunum á Íslandi, samanber leiðara Morgunblaðsins í gær. Þar er hvatt til, að ríkið borgi dýrt lyf fyrir hrörnunarsjúklinga. Blaðið talar eins og ríkið borgi sjúkrageirann að öðru leyti. Svo er ekki. Ríkið borgar ekki tannlækningar nema fyrir börn og hluta til hjá öldruðum. Flestir borga hluta í lyfjakostnaði sínum. Þeir, sem ekki eru lagðir inn á sjúrkahús, heldur fá þar gönguþjónustu, þurfa að borga. Því má spyrja Moggann: Ef ríkið á að borga dýru lyfin, á þá ríkið ekki að borga annan sjúkrakostnað? Vill Mogginn mæla með, að hér sé tekin upp almenn velferð?