Ríkisstjórnin þykist fylgja almennri sparsemi, þegar hún sker velferð og heilsu þjóðarinnar niður við trog. Erfitt er að taka mark á slíku, þegar forsætis er búinn að ná sér í sjö aðstoðarmenn. Sparsemishugsjónin er hræsnin ein. Sá hinn sami gekk af göflunum á síðasta kjörtímabili, þegar Jóhanna fékk sér þriðja aðstoðarmanninn. Jóhanna gekk of langt, en hvað má þá segja um Sigmund Davíð. Svona er pólitík stjórnarflokkanna. Hún byggist mest á lygi og hræsni og einkum þó gerræði. Eins og þegar forsætis á lokamínútu tók Hornafjörð úr Suðurlandi og færði til Norðausturlands. Enginn hafði hreyft breytingu á stöðu Hornafjarðar.