Frá Víðikerjum í Bárðardal til Hrafnabjargavaðs á Skjálfandafljóti og Sandárness.
Vaðið er breitt, en straumur vægur og botn traustur.
Förum frá Víðikeri suður Landsmela og yfir Svartá. Síðan um Víðikershús og suður með Skjálfandafljóti, að Hrafnabjargavaði á Skjálfandafljóti. Við höldum suður frá vaðinu meðfram Skjálfandafljóti að slóð úr Svartárkoti, sem liggur suður Bárðargötu austan fljótsins. Þar heitir fyrsti kaflinn Réttartorfa, síðan Öxnadalsdrög, Vonarskarð, Hamarskriki, Fljótsoddi og loks Bárðargata yfir Hverfisfljót.
16,5 km
Þingeyjarsýslur
Ekki fyrir göngufólk
Nálægir ferlar: Víðiker, Engidalur, Suðurá, Fjórðungsalda.
Nálægar leiðir: Íshólsvatn.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson