Hrakin trúarsetning

Punktar

Fyrir nokkrum árum var vinsæl sú kenning, að lægri skattprósentur leiddu til hærri heildarskatts. Meðreiðarsveinar auðmanna gerðu þetta að trúarsetningu, sem enn bregður fyrir. Svo virðist sem lækkun prósenta eigi að gleðja auðuga svo mjög, að þeir byrji að telja rétt fram. Reynslan sýnir annað. Auðmenn og stórfyrirtæki reyna ævinlega að komast sem ódýrast frá skatti. Engin lækkun prósentu snertir leynda þræði í hjörtum þeirra. Hafi þeir fé aflögu, fer það ekki heldur í endurnýjun og vöxt. Þvert á móti hamast þeir við að koma öllu slíku fé undan til skattfrjálsra aflandseyja. Þetta fé hverfur úr veltunni.