Hrammur Murdochs

Fjölmiðlun

Murdoch mun eyðileggja Wall Street Journal, ef hann nær eignarhaldi. Hann eyðilagði Times, eins og lesa má í bók Harold Evans ritstjóra, Good Times – Bad Times. Murdoch kaupir ekki fjölmiðla til að bæta blaðamennsku, heldur til að gæta hagsmuna. Hann passar, að Kína sé ekki gagnrýnt í fjölmiðlum sínum. Hann lét forlagið Harper Collins stöðva útgáfu bókar eftir Chris Patten, landstjóra Bretlands í Hong Kong. Hann keypti líka New York Post og eyðilagði það á fjórum dögum. Núna hafa sextíu blaðamenn Wall Street Journal skrifað undir mótmæli gegn Murdoch. Þar verður atgervisflótti.