Hraukar og rúllutertur

Punktar

Ég var í Kringilsárrana, tíndi ber og skoðaði beitiland. Þar sá ég hrauka og rúllutertur, einstæð og áður friðuð náttúruundur, sem munu hverfa undir Hálslón. Ég gekk á botni hins yfirvofandi lóns og sá með eigin augum, að gróið er mest af landinu, sem hverfur. Ég sá Töfrafoss og tugi annarra stórfossa, sem munu hverfa. Þetta vissi ég raunar allt áður, en sá það nú sjálfur. Allt reyndist vera satt, sem óvinir virkjunarinnar sögðj. Allt var lygi, sem landníðingarnir Halldór, Siv og Valgerður sögðu. En þjóðin fíflaðist til að trúa þeim.