Frá Bakkaseli í Öxnadal um Hraunárdalsheiði til Litladals í Eyjafirði.
Hestfær leið, en ætíð sjaldfarin.
Förum frá Bakkaseli suður allan Seldal í Þorbjarnartungur og síðan til austurs upp úr dalbotninum. Erum í 1160 metra hæð í skarðinu á Hraunárdalsheiði, einum hæsta reiðvegi landsins. Förum þaðan austur og niður í Hraunárdal og síðan austnorðaustur dalinn að Litladal.
25,1 km
Eyjafjörður
Nálægar leiðir: Öxnadalsheiði, Myrkárdalur.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins