Hraungarðar

Frá Haukagilsheiðarvegi um Víðidalstunguheiðarveg og Aðalbólshálsleið að Suðurmannasandfellsleið.

Heiðavegirnir á svæðinu eru þessir: Norðlingafljót, Arnarvatnsheiði, Tvídægra, Núpdælagötur 1 og 2, Aðalbólsheiði, Víðidalstunguheiði, Haukagilsheiði, Suðurmannasandfell, Grímstunguheiði, Öldumóða, Stórisandur, Skagfirðingavegur, Sandkúlufell, Bláfell, Fljótsdrög. Sjáið texta með þeim slóðum.

Hraungarðar eru jökulruðningur. Byrjum við Geirhildarlæk hjá Geirhildartjörn á Haukagilsheiði. Förum suður á Sjónarhól og þaðan suðvestur fyrir norðan Sjónarhólstjarnir að Hraungörðum, þar sem er leið um Víðidalstunguheiði norðan úr Víðidal. Áfram förum við suður að vegamótum leiðar vestur um Aðalbólsháls. Við förum áfram suður yfir Haugakvísl að leiðinni um Suðurmannasandfell.

11,6 km
Húnavatnssýslur

Jeppafært

Nálægir ferlar: Haukagilsheiði, Suðurmannasandfell.
Nálægar leiðir: Víðidalstunguheiði, Aðalbólsháls.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort