Frá Þorljótsstöðum í Vesturdal meðfram Hofsá að Hraunþúfuklaustri.
Hraunþúfuklaustur er rúst innst í Vesturdal við ármót Runukvíslar og Hraunþúfuár. Hún er í 410 metra hæð. Sagt er, að þar hafi verið klaustur, jafnvel klaustur Papa. Einnig er sagt, að þar hafi fundizt kirkjuklukka með latneskri áletrun og hafi hún verið flutt í Goðdalakirkju. Við fornleifagröft fannst eldstæði með langeldasniði, en engar menjar um klaustur.
Förum frá Hofsá suðaustur Vesturdal, framhjá Stafni og Illagili að Hraunþúfuklaustri.
9,6 km
Skagafjörður
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Ingimar Ingimarsson