Hraustlega fyndnir

Punktar

Fyndnast í pólitíkinni eftir útkomu sparisjóðaskýrslunnar er að fylgjast með  nokkrum þingmönnum Sjálfstæðis og eiganda vefrits Framsóknar. Ganga um með brennimark hrunsins á enninu og láta sem ekkert sé. Þeirra menn sáu einir um að sigla Spron, SpKef og Byr í strand. Nærri allir bæjarfulltrúar Flokksins í Reykjanesbæ eru brennimerktir þjófnaði úr SpKef. Hraustlega fyndið ráð í vondri stöðu er að kenna Steingrími Sigfússyni um þann stóra þátt hrunsins. Steingrími? Var hann valdamaður á hruntímanum? Voru hans menn í stjórnum hinna rústuðu sjóða? Var það kannski hann sjálfur, sem olli hruninu? Bingó.