Hrein og tær drápstilraun

Punktar

Ný bandarísk rannsókn staðfestir, að rafbyssur valda dauða hundraða manna. Alls hafa 300 manns verið drepnir með rafbyssum í Bandaríkjunum. Svipuð tala og í fyrri rannsóknum. Oft er það í tengslum við undirliggjandi sjúkdóma. Vilji menn leyfa slíkar byssur, verða þeir því að svara nokkrum spurningum: Hvernig greina löggur á vettvangi milli þeirra, sem hafa undirliggjandi sjúkdóma og hinna, sem hafa þá ekki? Spyr löggan á vettvangi? Verða menn framvegis látnir bera spjald á brjóstinu, sem segir: “Varúð, undirliggjandi sjúkdómur, ekki skjóta”? Notkun á rafbyssum er hrein og tær drápstilraun.