Á Flúðum er lítið þekkt og hreinlegt gistiheimili áfast kaffistofunni Grund, andspænis hótelinu. Þar eru fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi. Herbergi nr.1 var lítið og friðsælt, með tágastólum, skreytilist og baðsloppum. Kominn er ný húsfreyja, sem sinnir gestum af sömu alúð og hin fyrri. Morgunverðurinn er meginlands plús safi og jógúrt. Á kvöldin fæst þar indælis grænt salat frá gróðurhúsum staðarins og fyrirtaks lambakjöt. Í stað þess að fara á barinn er bezt að fara 500 metra í Silfurtún og fá sér fersk jarðarber dagsins, himnesk með ferskum eða þeyttum rjóma. Herbergi fyrir tvo með morgunmat: 19.000 krónur.