Guðfríður Lilja Grétarsdóttir var í gær hreinsuð úr sæti þingflokksformanns Vinstri grænna. Sennilega er hún ekki nógu þæg við flokksformanninn. Hann hefur misst stjórn á sér við að halda uppi aga í flokknum. Hefur ekki lag á að hafa menn góða, hefur misst út tvo þingmenn. Tveir ráðherrar sitja eftir og halda uppi andófi. Steingrímur J. Sigfússon gengur of langt í agastjórn, þegar hann segir Guðfríði Lilju upp ábyrgðarstarfi. Nógu erfitt er að smala köttum, þótt ekki séu sýndir einræðistilburðir við það tækifæri. Af hverju er verið að minnka flokkinn niður í örflokk frjálshyggjugaura í fjármálum?