Hressi sjúklingurinn

Punktar

Ekki linnir fréttum af hörmungum evru. Á sama tíma hefur hún áfram eflzt og er langtum verðmætari en dollarinn, sem margir elska. Einnig birtast stöðugt fréttir af hörmungum evrópska myntsambandsins. Staðreyndin er þó, að stoðir evrunnar styrkjast í sífellu. Ríki víða um álfuna tóku upp harðari stefnu jafnvægis í fjármálum að ráði og fyrirmynd Þjóðverja. Þeirri stefnu er nú teflt fram gegn brezk-bandarískri hallastefnu. 350 milljónir manna búa í ríkjum, sem nota evru eða myntir, sem hanga á gengi evrunnar. Lettland var að gerast aðili. Með Póllandi fer fjöldinn senn upp í nærri tvö Bandaríki.