Hreyfingin er fjórðungur

Megrun

Ofæta gengur ekki af sér spikið og tekur það ekki á þrekhjóli. Rétt mataræði er mikilvægara. Góð hreyfing í klukkustund á dag fimm sinnum í viku er að vísu nauðsynlegur þáttur í heilbrigðu lífi. Kannski má meta slíka hreyfingu upp á fjórðung í baráttunni gegn offitu. Þrír fjórðu koma frá réttum mat, réttu borðhaldi, skipulagi matarvenja og þáttöku í samfélagi matarfíkla. Mat má gróft reikna sem þrjá fjórðu og hreyfing einn fjórða. Í hreyfingunni skipta þrekæfingar mestu. Göngu/hlaupabretti, þrekhjól eða skíðagönguvél, ganga eða hlaup samfellt í hálftíma eða lengur. Taktu 300 kaloríur á dag í hreyfingu.