Hríðskotalygarar

Punktar

Jón F. Bjartmarz yfirlögregluþjónn, Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Jóhannes Þ. Skúlason ráðherrafulltrúi lugu um hríðskotabyssurnar. Norski herinn sagði að lokum hið sanna. Þar tíðkast að segja satt, sem fáum dettur í hug hér í ræsi siðblindunnar. Engir ráðherrar eru sagðir hafa komið að leynimakkinu, þótt enn megi efast um, að rétt sé. Hér eru þeir sömu að verki og klúðruðu umsátri Sérsveitarinnar um sjúkling í Hraunbæ. Engir lögreglustjórar báðu um hríðskotabyssurnar, sem Jón og Haraldur þráðu svo sárt. Hvar á Vesturlöndum mundu siðblindir embættismenn ljúga út og suður eins og íslenzkir hafa gert?