Eðlilegt er, að hrikti í samstarfinu, þegar eingöngu mál Sjálfstæðisflokksins ná fram að ganga. Ráðherrar Viðreisnar hafa í framhjáhlaupi talað niður krónuna, sem allir vita, að er ónýt. Þeir hafa hækkað kvótagjald í takt við betri afkomu kvótagreifa. Þeir hafa hindrað nauðungarsölu 300 íbúða hjá Íbúðalánasjóði. Þetta finnst bófaflokknum afleitt. Ekkert hljóð heyrist hins vegar frá Bjartri framtíð, sem sér framtíðina fólgna í ráðherrastólum. Ekkert mun koma Bjartri framtíð úr jafnvægi, enda er þetta hennar síðasta þingtímabil. Viðreisn berst hins vegar við 5% lágmarkið. Þrenns konar röfl er kannski upptakturinn að alvöru mótþróa hennar.